Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ásmundur kominn með lykil að Garðinum
Mánudagur 25. maí 2009 kl. 10:30

Ásmundur kominn með lykil að Garðinum

Ásmundur Friðriksson tók í morgun við lyklavöldum af bæjarskrifstofunni í Garði úr hendi Oddnýjar G. Harðardóttur, fráfarandi bæjarstjóra og núverandi alþingismanni. Ásmundur var formlega ráðinn bæjarstjóri í Garði sl. föstudag en Ásmundur verður bæjarstjóri út kjörtímabilið. Sveitarstjórnarkosningar eru vorið 2010.

Nýja starfið leggst vel í Ásmund, sem áður starfaði sem verkefnastjóri hjá Reykjanesbæ. Hann tekur sér nokkra daga í að setja sig inn í málefni sveitarfélagsins. Í morgun átti hann fundi með öllum helstu stjórnendum stofnana sveitarfélagsins og í hádeginu mun hann hitta kollega sína úr hinum sveitarfélögunum á Suðurnesjum á fundi hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Mynd: Oddný G. Harðardóttir afhendir Ásmundi Friðrikssyni lyklana í morgun. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024