Ásmundur Jóhannsson látinn
Ásmundur Jóhannssson, sjómaður frá Sandgerði, er látinn og fór útför hans fram í kyrrþey í síðustu viku. Ásmundur var þekktur fyrir baráttu sína gegn kvótakerfinu en hann réri kvótalaus til fiskjar og hlaut bágt fyrir hjá stjórnvöldum. Ásmundur fannst látinn á heimili sínu en hjarta hans mun hafa gefið sig, samkvæmt DV sem fjallar um Ásmund og baráttu hans í blaði dagsins. Ásmundur var 67 ára gamall.