Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ásmundur gagnrýnir Landsbankann
Miðvikudagur 24. september 2014 kl. 16:08

Ásmundur gagnrýnir Landsbankann

– gjörðir bankans þvert á fyrirheit sem bankinn hefði áður gefið

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Landsbankann við upphaf þingfundar á Alþingi í dag fyrir að flytja bakvinnslu bankans frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur og segja upp fimmtán manns. RUV greinir frá.

Ásmundur sagði gjörðir Landsbankans, sem væri í ríkiseign, væri þvert á fyrirheit sem bankinn hefði áður gefið um samfélagslega ábyrgð. Stuttu eftir að slík loforð voru gefin hafi knattspyrnulið og kirkjur fengið lægri styrki en áður og nú hafi fimmtán manns verið sagt upp.

Ásmundur sagði þingmenn þekkja það að ef þeir segðu ósatt misstu þeir vinnuna í næstu kosningum. „En í atvinnulífinu komast menn upp með að segja ósatt og fá bónusa fyrir“.

Sjá frétt RÚV hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024