Ásmundur fyllti samkomuhúsið í Garði
Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi bæjarstjóri í Garði, stefnir nú á Alþingi og hefur boðið sig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Prófkjör flokksins fer fram þann 26. janúar nk. en fimmtán manns hafa gefið kost á sér í prófkjörinu.
Í gærmorgun boðaði Ásmundur til fundar í Garðinum, þar sem hann býr. Óhætt er að segja að sjálfstæðismenn hafi verið áhugasamir um það sem Ásmundur hafði fram að færa því samkomuhúsið í Garði var þétt setið og nokkrir þurftu að standa því ekki voru til stólar í húsinu fyrir alla.
Meðfylgjandi tvær myndir voru teknar á fundinum í Garði í gær.
Ásmundur Friðriksson, Reynir Ragnarsson og Einar Jón Pálsson á fundinum í Garði í gær.