Asmalyfjum stolið úr bíl
Asmalyfjum var stolið úr bifreið konu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Konan hafði skilið bifreiðina eftir ólæsta þegar hún skaust heim til sín. Þegar hún kom til baka eftir tíu mínútur var veski hennar horfið, ásamt lyfjunum, greiðslukorti og ökuskírteini. Konan lét þegar loka kortinu, en var uggandi vegna lyfjanna.
Þá var lögreglu tilkynnt um þjófnað úr annarri bifreið í morgun. Úr henni var stolið DVD-spilara. Lögreglan rannsakar málin.