Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áslaug Arna í Suðurnesja heimsókn - „flutti“ skrifstofuna í einn dag
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 7. október 2022 kl. 08:09

Áslaug Arna í Suðurnesja heimsókn - „flutti“ skrifstofuna í einn dag

„Það er gaman að vera með skrifstofuna sína annars staðar en í Reykjavík, bæði til að kynnast samfélaginu á hverjum stað en ekki síst að sýna fram á þessa fjarvinnustaði sem hægt er að starfa á víðs vegar um landið,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla-, iðnaðar og nýsköpunar en hún var með vinnuaðstöðu í Reykjanesbæ í vikunni og heimsótti síðan nokkur fyrirtæki og stofnanir. 

Áslaug sagði að hún vildi sýna að ráðuneytið hennar væri stofnað árið 2022, partur af því væri að skrifstofan hennar væri sveigjanleg og tekið væri tillit til starfa á staðsetningar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta hitti Áslaugu Örnu í húsnæði MSS, Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum í Krossmóa í Reykjanesbæ. Þar var ráðherra með vinnuaðstöðu um morguninn en í hádeginu fór hún á Réttinn í hádegismat og hitti þar fjölda fólks. Eftir hádegi hitti hún fólk í m.a. í HS Orku, Reykjanesbæ, í Keili á Ásbrú og í Samkaupum.