Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áskrifendum í skólamat fjölgar mikið
Þriðjudagur 23. desember 2008 kl. 11:01

Áskrifendum í skólamat fjölgar mikið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áskriftum í hádegismat í grunnskólum Reykanesbæjar hefur fjölgað mikið að undanförnu að sögn Fannýjar Axelsdóttur, framkvæmdastjóra Skólamatar.

Skólamáltíð hjá grunnskólum Reykjanesbæjar kostar aðeins kr. 190 í áskrift og er niðurgreidd um 231 kr af bænum. þetta er lægsta verð sem býðst á meðal stóru sveitarfélaganna. Fanný bendir á að foreldrar líta á áskriftarverðið sem leið til sparnaðar og því virðist áskriftum vera að fjölga.

Þetta er ekki síður jákvætt fyrir börnin sem þar með eru trygggðar næringarríkar máltíðir í hádegi.


www.skolamatur.is