Áskorun á Sandgerðisbæ
Á aðalfundi KSD. Reynis í apríl var skorað á Sandgerðisbæ að taka til skoðunar samskonar fyrirkomulag við íþróttaþjálfun barna og unglinga og hefur verið til umræðu í Reykjanesbæ að undanförnu.Bæjarráð lagði til að skipaður yrði viðræðuhópur bæjarfulltrúa til að ræða við unglingaráð. Lagt var til að Jóhanna Norðfjörð, Sigurbjörg Eiríksdóttir og Reynir Sveinsson myndu skipa umræðuhópnum. Jafnframt var bæjarsjóra Sigurði Vali Ásbjarnarsyni falið að kanna hugmyndir Reykjanesbæjar varðandi málið.