Aska lokar Keflavíkurflugvelli
Flugvöllunum í Keflavík og Reykjavík hefur verið lokað vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Svarta svæðið svonefnda, sem flugmálayfirvöld skilgreina sem bannsvæði fyrir blindflug, liggur nú yfir suðvesturhorni landsins. Akureyrarflugvöllur mun taka við millilandafluginu.
Miðað við spár um öskudreifingarsvæðið næstu daga er útlit fyrir að Akureyrarflugvöllur verði miðstoð millilandaflugs næstu daga, með möguleika á að nota Egilsstaðaflugvöll líka.
Spárnar geta þó breyst með skömmum fyrirvara, segir í frétt á mbl.is.