Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ásgerður skólastjóri Njarðvíkurskóla
Sunnudagur 29. apríl 2012 kl. 16:29

Ásgerður skólastjóri Njarðvíkurskóla

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að ráða Ásgerði Þorgeirsdóttur sem skólastjóra Njarðvíkurskóla. Þetta var samþykkt á síðasta fundi ráðsins.

Á sama fundi var Eðvarð Þór Eðvarðsson ráðinn skólastjóri Myllubakkaskóla, eins og greint hefur verið frá.

Ásgerður hefur verið aðstoðarskólastjóri Njarðvíkurskóla, en verið skólastjóri í vetur í námsleyfi Láru Guðmundsdóttur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024