Viðreisn 2026
Viðreisn 2026

Fréttir

Ásgeir Hjálmarsson heiðraður fyrir safnastörf
Margrét Ingibjörg Ásgeirsdóttir forstöðumaður safna í Suðurnesjabæ, Ásgeir Magnús Hjálmarsson fv. safnstjóri á Garðskaga, og Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Suðurnesjabæ. VF/hilmarbragi
Sunnudagur 30. nóvember 2025 kl. 12:02

Ásgeir Hjálmarsson heiðraður fyrir safnastörf

Ásgeir Magnús Hjálmarsson var í gær heiðraður fyrir safnastörf þegar 30 ára afmæli Byggðasafnsins á Garðskaga var fagnað. Ásgeir er fremstur í flokki þeirra sem börðust fyrir því að stofnað yrði til byggðasafns í Garðinum á sínum tíma. Byggðasafn var að lokum sett upp á Garðskaga og opnaði 26. nóvember 1995.

Ásgeir veitti safninu á Garðskaga forstöðu um tíma og eftir að hann fór á eftirlaun hefur hann svo haldið áfram að byggja upp sitt einkasafn í Garðinum. Hann er Byggðasafninu á Garðskaga einnig mikið innan handar enn í dag og við athöfnina á safninu í gær, þar sem hann var heiðraður fyrir störf sín, hvatti hann sveitarfélagið til dáða að bæta aðstöðu safnsins á Garðskaga enn frekar. Safnið er löngu búið að sprengja utan af sér allan húsakost og þarf meira rými til bæði varðveislu muna og sýningar.



Framsókn
Framsókn

Framsókn
Framsókn