Ásgeir forstjóri HS Orku og Júlíus stýrir HS Veitum
Ásgeir Margeirsson mun taka við starfi forstjóra HS Orku hf. af Júlíusi Jónssyni sem hefur gegnt starfi forstjóra fyrirtækisins og forverans, Hitaveitu Suðurnesja hf, frá 1992 og starfi fjármálastjóra Hitaveitu Suðurnesja frá 1982. Júlíus verður áfram forsjóri HS Veitna hf.
Ásgeir Margeirsson hefur setið í stjórn HS Orku og Hitaveitu Suðurnesja frá 2007 og verið stjórnarformaður HS Orku frá 2010. Ásgeir er 52 ára, menntaður byggingarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og Tækniháskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hann lauk framhaldsskólanámi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ásgeir hefur starfað í orkuiðnaði í yfir 20 ár og komið að fjölmörgum verkefnum á Íslandi og erlendis. Ásgeir er kvæntur Sveinbjörgu Einarsdóttur, hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjá syni á þrítugsaldri.
Þann 1. janúar 2014 taka gildi lög nr. 58/2008 um aðskilnað orkufyrirtækja í einkaleyfisrekstur og sérleyfisrekstur. Vegna þessarar lagasetningar var Hitaveitu Suðurnesja hf skipt upp 1. desember 2008 í HS Orku hf. og HS Veitur hf. Júlíus Jónsson hafði gegnt starfi forstjóra Hitaveitu Suðurnesja frá 1. júlí 1992 og hafði þá frá 1982 verið fjármálastjóri fyrirtækisins. Eftir uppskiptinguna varð hann forstjóri HS Orku en gegndi í samræmi við verksamning milli HS Orku og HS Veitur einnig starfi forstjóra HS Veitna. Við gilditöku laganna hefur verið ákveðið að breyta þessu fyrirkomulagi þannig að fyrirtækin hafi hvort sinn forstjóra frá 1. janúar 2014 að telja.
Júlíus Jón Jónsson.