Ásbjörn sviðsstjóri nýs stjórnsýslusviðs
Ásbjörn Jónsson hefur verð ráðinn sviðsstjóri nýs stjórnsýslusviðs Reykjanesbæjar.
Ásbjörn er hæstaréttarlögmaður með sveitastjórnarrétt, fasteignarétt, félagarétt, kröfurétt, stjórnsýslurétt og fjármál fyrirtækja sem sérsvið. Ásbjörn hefur starfað á Lögfræðistofu Suðurnesja allan sinn starfsferil. Í störfum sínum sem lögmaður hefur hann unnið mikið fyrir Reykjanesbæ og önnur sveitafélög á Suðurnesjum.