Asbest ekki vandamál í Rockville
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er lítið sem ekkert asbest í Rockville, en Utanríkisráðuneytið hefur haldið því fram að mikið sé um efnið í einangrun húsa á svæðinu. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er ekkert asbest í einangrun húsanna, pípulagnir á einhverjum stöðum eru einangraðar með asbest, en talið er að mest sé um efnið í turnum undir ratsjárkúlunum.