Heklan
Heklan

Fréttir

Ása Ólafsdóttir opnar sýningu sína í Duushúsum í dag
Föstudagur 3. september 2004 kl. 10:21

Ása Ólafsdóttir opnar sýningu sína í Duushúsum í dag

Ása Ólafsdóttir opnar í dag kl.18:00 sýningu á verkum sínum í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Um er að ræða verk unnin með fjölbreyttri tækni sem unnin eru á árunum 1991-2004 og kemur fram í fréttatilkynninu að þar gefist kostur á að sjá þróun Ásu í vefnaði, málun, útsaumi, collage og þrívíðum verkum.

Ása er fædd og uppalin í Keflavík en býr nú og starfar í Reykjavík.  Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1973 og stundaði síðan nám við Konstindustriskolan Göteborgs Universitet árin 1976-1978.

Ása Ólafsdóttir hefur frá árinu 1981 verið virk í myndlistinni og m.a. haldið 20 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víðs vegar um heim.  Árið 2003 sýndi hún til að mynda með góðum hópi á The Museum of Modern Art í Saitama í Japan.  Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verkefnastyrki og 5 sinnum hlotið starfslaun ríkisins. Hún er félagsmaður í Félagi íslenskra myndlistarmanna og Sambandi íslenskra myndlistarmanna.

 



Í sýningarskrá sem gefin er út af tilefni sýningarinnar segir Sandra Ericson listfræðingur m.a. um Ásu Ólafsdóttur að hún hafi verið einna fyrst listamanna hér á landi til að nýta sér þann skyldleika, sem er á milli skreytingalistar miðalda handrita og útsaums þess tíma, í málun, vefnaði og útsaumi. Sandra klykkir svo út með eftirfarandi orðum: „List nær hæsta takmarki sínu þegar henni tekst að uppgötva fortíðina á ný þannig að hún tali til okkar á algildu máli.  Þessi sýning er vitnisburður slíkrar listsköpunar.“

Sýningin er opin alla daga frá  kl. 13.00 til 17.30 og stendur til 17. október.


Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25