Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ársreikningur Reykjanesbæjar 2004 - hálfum milljarði hagstæðari en áætlun
Þriðjudagur 19. apríl 2005 kl. 15:04

Ársreikningur Reykjanesbæjar 2004 - hálfum milljarði hagstæðari en áætlun

Í ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir árið 2004 sem lagður verður til fyrri umræðu í bæjarstjórn i dag, þriðjudag 19.apríl, kemur fram að niðurstöður eru mun jákvæðari en ráð var fyrir gert. Í stað 734 milljón króna neikvæðrar rekstrarniðurstöðu í samstæðureikningi sem áætluð hafði verið m.a. vegna mikilla framkvæmda í sveitarfélaginu og stóraukins kostnaðar vegna endurreiknaðra lífeyrisskuldbindinga, reynist rekstrarniðurstaða vera neikvæð um 210 milljónir kr. Frá þessu er greint á www.reykjanesbaer.is.

Þessi hagstæðari niðurstaða byggir á þremur megin þáttum: Lægri lífeyrisskuldbindingum en gert var ráð fyrir í áætlun, lægri launa-, vöru- og þjónustukostnaði og hærri tekjum.

Við endurskoðun áætlunar fyrir árið 2004 sýndi endurreikningur lífeyrisskuldbindinga vegna Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjanesbæjar að 350 milljónum kr. þyrfti að bæta við og gjaldfæra umfram fyrri framlög. Þetta þýddi að yfir 1 milljarður hefði verið gjaldfærður aukalega á s.l. 3 árum, sem er langt umfram það sem gerst hefur hjá öðrum sveitarfélögum. Þá var ákveðið að endurskoða útreikningana fyrir endanlega gerð ársreiknings. Niðurstaðan sýnir þörf á gjaldfærslu á mun lægra framlagi eða 150 milljónum króna. Þar með hafa um 800 milljónir verið gjaldfærðar aukalega á s.l. 3 árum vegna lífeyrisskuldbindinga.

Við endurskoðaða áætlun voru teikn á lofti um að skatttekjur, aðallega vegna starfa hjá Varnarliðinu, myndu dragast saman. Þessi samdráttur reynist vera 40 milljónum kr. minni en stefndi í um leið og ytri skilyrði eru hagstæð s.s. fjármagnsliðir.

Ánægjulegt er að viðbrögð bæjarstarfsmanna til að ná niður rekstrarkostnaði sýna að stjórnkerfið hefur þrótt og sveigjanleika til að bregðast hratt við óvæntum útgjaldaauka og sýna aðhald í rekstri. Launakostnaður og vöru- og þjónustukaup eru umtalsvert lægri en stefndi í á síðasta ári.

Frá árinu 2003 hefur launakostnaður lækkað sem hlutfall af rekstrartekjum  úr 55% árið 2003 í 46,8% árið 2004.

Kostnaður helstu málaflokka Reykjanesbæjar nemur um 97% af áætlun, utan lækkunar lífeyrisskuldbindinga.

Veltufjárhlutfall bæjarsjóðs er 1,75 en samstæðu 0,99
Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs er 42,46% en samstæðu 28,21%

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024