Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ársreikningur Grindavíkurbæjar 2010 - 83 millj. kr. tap
Föstudagur 15. apríl 2011 kl. 09:44

Ársreikningur Grindavíkurbæjar 2010 - 83 millj. kr. tap

Ársreikningur 2010 fyrir Grindavíkurbæ og stofnanir hans var lagður fram á fundi bæjarstjórnar í gær. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs, þ.e. A-hluta var 112,4 milljónir kr. í tap. Áætlun gerði ráð fyrir 96,5 milljónum kr. í tap. Rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum, þ.e. A og B hluta, er tap að fjárhæð 83,7 milljónir kr. en áætlun gerði ráð fyrir 128,0 milljónum í tap.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Helstu frávik í rekstri samantekinna reikningsskila eru:
- Skatttekjur voru 15,9 milljónum lægri en áætlun gerði ráð fyrir.
- Aðrar tekjur voru 105 milljónum hærri en áætlun.
- Laun og launatengd gjöld voru 83,9 milljónum kr. hærri en áætlun.
- Breyting lífeyrisskuldbindingar var 29 milljónum lægri en áætlað var.
- Annar rekstrarkostnaður var 9,3 milljónum hærri en áætlun.
- Fjármagnsliðir voru 23,8 milljónum kr. hagstæðari en áætlun.

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum eru 8.919,6 milljónir kr. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 3.180,4 milljónir kr. Þar af er lífeyrisskuldbinding um 385,7 milljónir kr. Langtímaskuldir eru 2.333,7 milljónir kr. og næsta árs afborganir langtímalána eru 227,0 milljónir kr. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 5.739,2 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 64,3%

Rekstur í samanteknum reikningsskilum skilaði 191,0 millj. kr. í veltufé frá rekstri en áætlun gerði ráð fyrir veltufé að fjárhæð 191,5 milljónir kr.

Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum námu, á árinu 2010, 973,7 milljónir kr. en áætlun gerði ráð fyrir 548,2 milljónum króna og er helsta skýring þess mismunar kaup á landi og orkuauðlind af HS orku.

Á árinu voru tekin ný lán að fjárhæð 568,3 milljónir kr. en áætlun gerði ráð fyrir lántöku að fjárhæð 113.0 milljónir króna og er mismunurinn vegna láns frá HS orku vegna landakaupanna. Afborganir langtímalána á árinu 2010 voru 244,2 milljónir króna.

Handbært fé lækkaði um 469,6 milljónir kr. í samanburði við áætlun 494,1 milljón kr. Handbært fé í árslok var 2.933,3 milljónir kr.

grindavik.is

Myndir frá Grindavík.