Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ársreikningur Garðs: Góð fjárhagsstaða eftir sölu hlutabréfa í HS
Mánudagur 8. júní 2009 kl. 10:49

Ársreikningur Garðs: Góð fjárhagsstaða eftir sölu hlutabréfa í HS


Ársreikningur sveitarfélagsins Garðs síðasta ár voru lagðir fram til seinni umræðu nú fyrir helgi. Í honum kemur fram að skatttekjur og raunvextir Framtíðarsjóðs sem nýttar eru til reksturs, nema 866,7 milljónun króna.
„Framtíðarsjóðurinn ávaxtaðist vel á árinu 2008 og gefa raunvextir af honum 139.600.000 kr. til rekstrar.  Einnig samþykkti bæjarstjórn að nýta alla vexti sjóðsins árið 2008 og 2009 til skólabyggingar og lagfæringar á skólalóð.  Ekki er gengið á höfuðstól sjóðsins og mjög mikilvægt er að sjóðurinn verði til framtíðar þannig að raunvextir nýtist til rekstrar og að komist verði hjá lántöku um ókomin ár. Með því móti tryggjum við fé til bættrar þjónustu og umhverfis sem gerir bæinn enn vænlegri til búsetu. N-listinn boðar enn og aftur varkár og vönduð vinnubrögð og ábyrga fjármálastjórnun þar sem hugað er að hag íbúa í nútíð og framtíð.",“ segir í greinargerð N-listans með ársreikningunum.

Helstu niðurstöður hans eru annars þessar:

Skatttekjur og raunvextir Framtíðarsjóðs sem nýttar eru til reksturs samkvæmt samþykktum sjóðsins:  866.733.211 kr.
Gjöld samstöðureiknings: 792.368.301 kr.
Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða utan raunvaxta Framtíðarsjóðs: 74.364.910 kr.
Fjármagnsliðir samtals: 323.124.895 kr.
Rekstrarniðurstaða: 257.889.805 kr.
Skuldir og skuldbindingar samtals: 1.287.836.518 kr.
Eignir samtals: 4.040.363.737 kr.
Veltufé frá rekstri: 469.300.031 kr.
Handbært fé í árslok: 2.408.403.441 kr.

„Ljóst er að staða Garðsins fjáhagslega er mjög góð eftir sölu hlutabréfa í HS enda endurspegla reikningarnir 2008 það vel. Staðan sýnir einfaldlega þrátt fyrir fjárhagslega erfiðleika í þjóðarbúinu, að enn er lag til að lækka álögur á skattgreiðendur í Garði  eins og fulltrúar F-listans hafa lagt til undanfarin ár. Við fulltrúar F-listans munum áfram leggja fram tillögur í því augnamiði við gerð næstu fjárhagsáætlunar,“ segir í bókun F-listans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024