Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ársreikningar Grindavíkurbæjar: Gert ráð fyrir 36 milljóna tapi
Föstudagur 30. desember 2005 kl. 10:49

Ársreikningar Grindavíkurbæjar: Gert ráð fyrir 36 milljóna tapi

Gert er ráð fyrir 36.7 milljóna tapi í fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir næsta ár sem var samþykkt eftir seinni umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Heildartekjur bæjarins og fyrirtækja hans eru áætlaðar 1087 milljónir og veltufé frá rekstri er 166 milljónir.

Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að tapið þýddi síður en svo að vandræði væri í rekstri bæjarins, því mikill uppgangur og fólksfjölgun hefði verið þar að undanförnu. Töluvert tap væri á rekstri B-hluta stofnana og höfnin sé nokkuð þung í rekstri vegna framkvæmda.

Þá vildi meirihlutinn frekar setja fram raunhæfar áætlanir um fjármál bæjarins en í fyrra var gert ráð fyrir 36 milljóna tapi sem snerist svo upp í hagnað þegar ársreikningar voru endurskoðaðir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024