Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Árni stoltur af íbúum Reykjanesbæjar
Laugardagur 29. maí 2010 kl. 23:22

Árni stoltur af íbúum Reykjanesbæjar

„Ég er gríðarlega stoltur af íbúum Reykjanesbæjar. Miðað við það að hálf ríkisstjórnin var að berja á okkur þá finnst mér sigur íbúanna vera ennþá meiri,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ í viðtali við Víkurfréttir eftir að fyrstu tölur kvöldsins höfðu verið birtar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


- Áttir þú von á þessum tölum?
„Ég taldi okkur vera að verja meirihlutann en ekki að við færum svona vel yfir það. Við getum verið stolt af stjórnmálum í Reykjanesbæ. Þau snúast ekki um flokkadrætti og hafa ekki snúist um flottustu lýsingarorðin. Þau snúast bara um skilgreind markmið og mælanlegan árangur og við erum að skila því,“ sagði Árni.

Víkurfréttamyndir: Sölvi Logason