Árni Sigfússon varaformaður Sjálfstæðisflokksins?
Viðskiptablaðið gerir því skóna í dag að Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og fyrrverandi borgarstjóri stefni nú að því að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðsiflokksins og útiloki ekki formannsframboð.
Þannig hefur Árni þegar látið kanna bakland sitt í flokknum og vinnur nú að undirbúningi framboðsins, segir Viðskiptablaðið, en greint er frá þessu á vef blaðsins, vb.is.
Rétt er þó að taka fram að stefnt er að því að prófkjör fari fram í öllum kjördæmum fyrir landsfund og mun hugur Árna, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, vera til þess að sækjast eftir forystuhlutverki á Suðurlandi en þar situr Árni Mathiesen, starfandi fjármálaráðherra í forystusæti fyrir.
Þeir aðilar sem helst hafa verið nefndir til sögunnar í formannsembættið hingað til eru Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, núverandi varaformaður.