Árni Sigfússon um MPA skýrsluna: Allt reynt af þeim sem höllum fæti standa
„Ritgerðarhlutinn sem snýr að Reykjanesbæ er uppfullur af rangfærslum og hefði með réttu átt að fá falleinkunn. Ritgerðin er skrifuð í fyrra og styðst greinilega ekki við ársreikning við 2005 þótt það megi lesa út úr fréttum.
Ritgerðarsmiðurinn leyfir sér hástemmd lýsingarorð m.a. vegna þess að fjárfestingar hér séu ekki að skila sér í fjölgun bæjarbúa. Hið sanna er aðhlutfallsleg fjölgun íbúa s.l. 2 ár er mest hér í Reykjanesbæ af fimm stærstu sveitarfélögum landsins“, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í svari til VF vegna MPA skýrslu Sigurðar Björnssonar, sem gefur heldur dökka mynd af rekstri Reykjanesbæjar.
Í svar sínu segir Árni ennfremur: „Í ritgerðinni er ennfremur talað um gengdarlausa lántöku bæjarins, en hið rétta er að á kjörtímabilinu sem er að ljúka hafa skuldir lækkað um tæpar 1300 milljónir króna.
Þá virðist ritgerðarsmiðurinn ekki vita að Reykjanesbær hefur ekki verið á lista eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga síðan 2004.
Í samtali við Sigurð og við skoðun á ritgerðinni kom í ljós að greining hans á ársreikningi bæjarins er byggð á misskilningi og hann hefur augljóslega ekki í höndum ársreikning 2005. Þá skoðar hann einungis A-hluta bæjarsjóðs sem segir ekki alla söguna um rekstur sveitarfélagsins. Einnig föndrar hann með ársreikninginn, bætir við hann framtíðarleigugreiðslum sveitarfélagsins vegna húsnæðis, en sleppir t.d. eign bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja. Ekki að furða að út komi dökk mynd þegar málað er með svörtu.
Það er leitt þegar starfsmaður eins sveitarfélags reynir að upphefja sig og sitt sveitarfélag á kostnað annarra sveitarfélaga, m.a. Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Í aðdraganda kosninga er allt reynt af þeim sem höllum færi standa", segir Árni.
Ritgerðarsmiðurinn leyfir sér hástemmd lýsingarorð m.a. vegna þess að fjárfestingar hér séu ekki að skila sér í fjölgun bæjarbúa. Hið sanna er aðhlutfallsleg fjölgun íbúa s.l. 2 ár er mest hér í Reykjanesbæ af fimm stærstu sveitarfélögum landsins“, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, í svari til VF vegna MPA skýrslu Sigurðar Björnssonar, sem gefur heldur dökka mynd af rekstri Reykjanesbæjar.
Í svar sínu segir Árni ennfremur: „Í ritgerðinni er ennfremur talað um gengdarlausa lántöku bæjarins, en hið rétta er að á kjörtímabilinu sem er að ljúka hafa skuldir lækkað um tæpar 1300 milljónir króna.
Þá virðist ritgerðarsmiðurinn ekki vita að Reykjanesbær hefur ekki verið á lista eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga síðan 2004.
Í samtali við Sigurð og við skoðun á ritgerðinni kom í ljós að greining hans á ársreikningi bæjarins er byggð á misskilningi og hann hefur augljóslega ekki í höndum ársreikning 2005. Þá skoðar hann einungis A-hluta bæjarsjóðs sem segir ekki alla söguna um rekstur sveitarfélagsins. Einnig föndrar hann með ársreikninginn, bætir við hann framtíðarleigugreiðslum sveitarfélagsins vegna húsnæðis, en sleppir t.d. eign bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja. Ekki að furða að út komi dökk mynd þegar málað er með svörtu.
Það er leitt þegar starfsmaður eins sveitarfélags reynir að upphefja sig og sitt sveitarfélag á kostnað annarra sveitarfélaga, m.a. Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Í aðdraganda kosninga er allt reynt af þeim sem höllum færi standa", segir Árni.