Árni Sigfússon: „Sviptingar í borgarstjórn breyta engu fyrir Reykjanesbæ.“
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, segir sviptingarnar í borgarstjórn Reykjavíkur ekki munu breyta stöðu Reykjanesbæjar hvað varðar Hitaveituna. „Við verðum að sjá hvað kemur út úr þessum sviptingum, en það breytir ekki grunnstöðu okkar. Við stöndum í báða fætur, eigum okkar 34% og höfum tök á að skoða dæmið og gefa okkur tíma í það.“
Árni bætir því við að með væntanlegri tilkomu REI inn í Hitaveituna myndist forkaupsréttur til handa Reykjanesbæ og öðrum eigendum.
Þeirra á meðal er Hafnarfjörður, sem hefur ekki enn tekið afstöðu til tilboðs OR í hlut þeirra í HS. Árni segist vona til þess að þau mál fari að skýrast.
„Það væri ágætt að fá einhverja niðurstöðu á það. Það er erfitt að ætla að horfa til framtíðar með einhverri staðfestu ef þú veist ekki hverjir verða með.“
Annars segir Árni að honum sýnist frekar lengra en styttra í að málin leysist. „Ef sameiningin [milli GGE og REI] gengur eftir fær REI stærri hlut en við þurfum að fara algjörlega yfir stöðuna þá. Við teljum okkur annars hafa ágæta samningsstöðu.“
Árni bætir því við að með væntanlegri tilkomu REI inn í Hitaveituna myndist forkaupsréttur til handa Reykjanesbæ og öðrum eigendum.
Þeirra á meðal er Hafnarfjörður, sem hefur ekki enn tekið afstöðu til tilboðs OR í hlut þeirra í HS. Árni segist vona til þess að þau mál fari að skýrast.
„Það væri ágætt að fá einhverja niðurstöðu á það. Það er erfitt að ætla að horfa til framtíðar með einhverri staðfestu ef þú veist ekki hverjir verða með.“
Annars segir Árni að honum sýnist frekar lengra en styttra í að málin leysist. „Ef sameiningin [milli GGE og REI] gengur eftir fær REI stærri hlut en við þurfum að fara algjörlega yfir stöðuna þá. Við teljum okkur annars hafa ágæta samningsstöðu.“