Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árni Sigfússon: Reykjanesbær eignast auðlindina
Þriðjudagur 14. júlí 2009 kl. 13:12

Árni Sigfússon: Reykjanesbær eignast auðlindina


Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir það rangt að verið sé að einkavæða auðlindina í viðskiptum bæjarins og GGE með HS Orku, eins og haldið sé fram. Þá síður sé um að ræða nýtt REI mál. Þetta kom fram í máli hans í fjölmennum íbúafundi í Duushúsum í gær.

Í máli Árna kom fram að HS Orka ætti land undir virkjunum sínum og auðlindarétt sem því fylgdi. HS hafi verið undanþegið nýjum orkulögum og gæri því átt þennan rétt til næstu alda og samkvæmt lögum heimilt að vera að fullu í eigu einkaðila, innlendra sem erlendra. Reykjaesbær væri nú að kaupa þennan rétt af HS Orku, þ.e. að kaupa landið undir virkjununum og auðlindaréttinn sem yrði þá opinber eign. Jafnframt væri verið að tryggja áfram tækifæri HS Orku til starfrækja virkjanirnar á Reykjanesi í þágu atvinnuuppbyggingar. Nauðsynlegt væri að fá nýtt fjámagn til að koma þjóðinni úr stöðnun og atvinnuleysi og þannig skapa forsendur fyrir fjámögnun virkjana. Með þessum samningum myndi HS Orka sjá um virkjunarþáttinn áfram og tryggja orkusamninga við Norðurál. Reykjanesbær fengi gjald fyrir nýtinguna til næstu 65 ára og hagnaðurinn væri umtalsverður fyrir Reykjanesbæ.

Bæði Árni og Böðvar Jónsson komu inn á það í sínum framsögum að það væri ekki á færi opinberra aðila að binda fjármagn í dýrum framkvæmdum sem framundan væru en áætlaður fjárfestingakostnaður HS Orku á næstu árum væri um það bil 50 milljarðar. Ef eiginfjárframlag væri 20% væri fjárbinding bæjarins um 3,5 milljarðar. Ekki væri ástæða fyrir sveitarfélög að taka þátt í svo fjárfrekum framkvæmdum. Staða HS Orku væri þröng eftir fall krónunnar og nauðsynlegt væri að bæta úr henni með nýju hlutafé. Geta flestra hluthafa HS Orku til að styðja við félagið væri takmörkuð eða engin, bæði skorti til þess getu, vilja og heimildir. GGE hafi mótað leið sem styddi verulega við HS Orku í náinni framtíð.
--


VFmynd/elg – Árni Sigfússon á fundinum í Duus-húsum í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024