Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árni Sigfússon oddviti sjálfstæðismanna
Laugardagur 1. mars 2014 kl. 21:52

Árni Sigfússon oddviti sjálfstæðismanna

Árni Sigfússon er sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og skipar oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ í bæjarstjórnarkosningum í vor. Röð sjö efstu manna breyttist ekkert þegar lokatölur voru birtar nú rétt í þessu. 1525 atkvæði voru greidd í prófkjörinu en kjörsókn var 49%.

1. Árni Sigfússon
2. Böðvar Jónsson
3. Magnea Guðmundsdóttir
4. Baldur Guðmundsson
5. Gunnar Þórarinsson
6. Björk Þorsteinsdóttir
7. Einar Magnússon

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024