Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 18. desember 2001 kl. 18:11

Árni Sigfússon leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ í vor

Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og forstjóri Tæknivals mun leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og jafnframt verða bæjarstjóraefni flokksins.Samkvæmt öruggum heimildum Víkurfrétta mun Árni flytja til Reykjanesbæjar eftir áramót vegna þessarar ákvörðunar. Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fundar um málið núna klukkan sex. Þar verður m.a. rætt um hvernig skipan fyrstu sæta listans verður fyrir næstu korningar en þegar hefur verið lagt upp hvernig fjögur efstu sætin verða skipuð.  Í 2. sæti verður Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi, Steinþór Jónsson, varabæjarfulltrúi í því þriðja og Þorsteinn Erlingsson mun verma fjórða sætið. Þetta verður því í fyrsta sinn í all mörg ár sem flokkurinn mun ekki viðhafa prófkjör.
Árni Sigfússon hætti fyrir skömmu sem forstjóri Tæknivals en hann vermi borgarstjórastól Reykjavík í skamman tíma en varð undir í baráttunni um borgina fyrir næst síðustu kosningar.
Ellert Eiríksson, núverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Keflavíkurbæjar frá 1990, mun hætta afskiptum af sveitarstjórnarmálum í vor.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024