Árni Sigfússon í varaformannskjör Sjálfstæðisflokksins?
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hefur verið leitað til Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, um að taka þátt í varaformannskjöri á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Sömu heimildir herma að óskað hafi verið eftir endurkomu Árna í borgarmálin í Reykjavík.
Víkurfréttir höfðu samband við Árna Sigfússon, bæjarstjóra, vegna þessa og hann hafði þetta að segja: „Það eru greinilegar miklar pælingar í gangi um hvað virki best í pólitískri baráttu, bæði í borgarmálum og landsmálum. Ég hef ekki farið varhluta af því að koma til skoðunar,“ sagði Árni Sigfússon við Víkurfréttir í morgun.
Víkurfréttir höfðu samband við Árna Sigfússon, bæjarstjóra, vegna þessa og hann hafði þetta að segja: „Það eru greinilegar miklar pælingar í gangi um hvað virki best í pólitískri baráttu, bæði í borgarmálum og landsmálum. Ég hef ekki farið varhluta af því að koma til skoðunar,“ sagði Árni Sigfússon við Víkurfréttir í morgun.