Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árni Sigfússon býður sig fram í 1. sæti
Þriðjudagur 4. febrúar 2014 kl. 07:15

Árni Sigfússon býður sig fram í 1. sæti

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, gefur kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ þann 1. mars n.k.. Hann býður sig fram í 1. sæti listans. Árni hefur verið bæjarstjóri síðan í kosningunum 2002 þegar sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ unnu í fyrsta sinn meirihlutasigur og hafa þeir haldið hreinum meirihluta síðan.

Árni er menntaður kennari og stjórnsýslufræðingur. Hann er kvæntur Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðingi og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við hér í Reykjanesbæ höfum barist í gegnum erfiðleikatímabil af festu og jákvæðni. Með sterkri framtíðarsýn og skýrum markmiðum höfum við náð eftirtektarverðum árangri m.a. í menntun barna okkar, góðri aðstöðu fyrir aldraða og fatlaða, umbyltingu í umhverfismálum, enn öflugra íþróttastarfi, tónlistarlífi og menningu. Við höfum barist fyrir fjölbreyttum vel launuðum atvinnuverkefnum, sem nú eru loksins að verða að veruleika. Menntun er að styrkjast og allt samfélagið er að taka við sér. En það má hvergi hvika! Verkefnum er ekki lokið. Það þarf að fylgja þeim eftir af festu og þekkingu. Ég er fullur áhuga á að halda baráttunni áfram með bæjarbúum og óska eftir stuðningi ykkar til þess,“ segir í tilkynningu frá Árna.