Þriðjudagur 21. janúar 2003 kl. 14:17
Árni Ragnar formaður sjávarútvegsnefndar alþingis
Árni Ragnar Árnason alþingismaður var kosinn formaður sjávarútvegsnefndar á fundi hennar í morgun. Einar Kr. Guðfinnsson hefur látið af störfum og tekur við formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd í stað Vilhjálms Egilssonar sem hverfur af þingi. Árni hefur gengt þingmennsku frá árinu 1991.