Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árni með 484 atkvæði í 1. sæti
Laugardagur 1. mars 2014 kl. 20:11

Árni með 484 atkvæði í 1. sæti

– en Gunnar 224 atkvæði í 1. sæti

Árni Sigfússon er með 484 atkvæði í fyrsta sæti þegar 740 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Gunnar Þórarinsson bauð sig fram gegn Árna í forystusætið. Hann fékk 224 atkvæði í fyrsta sæti þegar fyrstu tölur voru birtar.

1. Árni Sigfússon (484 í fyrsta, samtals 575)

2. Böðvar Jónsson (samtals 375 í fyrsta til annað)

3. Magnea Guðmundsdóttir (samtals 494 í fyrsta til þriðja)

4. Baldur Guðmundsson (samtals 385 í fyrsta til fjórða)

5. Gunnar Þórarinsson (samtals 333 í fyrsta til fimmta)

6. Björk Þorsteinsdóttir (samtals 345 í fyrsta til sjötta)

7. Einar Magnússon (samtals 386 í fyrsta til sjöunda)

Lokatölur eru væntanlegar á tíunda tímanum í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024