Laugardagur 18. október 2003 kl. 12:27
Árni mætti með magnaða mynd af Garðskaga
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, mætti með magnaða mynd af gamla Garðskagavitanum í afmæli Gerðahrepps í gær. Myndina tók Rafn Hafnfjörð ljósmyndari af norðurljósum yfir Garðskagavita síðasta vetur. Myndin er sem málverk á að horfa, eins og sést á meðfylgjandi ljósmynd.