Árni kaus í Akurskóla
Oddvitar framboðslistanna í Reykjanesbæ hafa flestir mætt á kjörstað til að greiða atkvæði í bæjarstjórnarkosningunum sem fara fram í dag.
Fyrstur á kjörstað í morgun var Árni Sigfússon ásamt eiginkonu sinni, Bryndísi Guðmundsdóttur. Árni kýs í Akurskóla og hann var á kjörstað rétt eftir kl. 10 í morgun.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson