Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árni Johnsen sakar þingmenn um ósiðleg vinnubrögð
Árni, Ragnheiður og Ásmundur: Árni segir flokksfélaga sína hafa rottað sig saman gegn honum í prófkjöri árið 2013.
Fimmtudagur 4. ágúst 2016 kl. 10:08

Árni Johnsen sakar þingmenn um ósiðleg vinnubrögð

Sækist efitr einu af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi

Árni Johnsen, fyrr­ver­andi þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sæk­ist eft­ir ein­hverju efstu sæt­anna í prófkjöri flokks­ins í Suður­kjör­dæmi. Árni greinir frá þessu í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar sakar hann einnig fyrrum meðframbjóðendur sína úr síðasta prófkjöri, þau Ragnheiði Elínu Árnadóttur, Ásmund Friðriksson og Unni Brá Konráðsdóttur, um ósiðleg og ódrengileg vinnubrögð. Þau hafi skipulega fælt fólk frá því að kjósa hann í prófkjöri flokksins árið 2013.

„Þannig rottuðu þau sig sam­an, Ragn­heiður Elín, Unn­ur Brá og Ásmund­ur, og höfðu er­indi sem erfiði en þessi vinnu­brögð þeirra eru hins veg­ar eins­dæmi í sögu próf­kosn­inga Sjálf­stæðis­flokks­ins. Meg­in­mark­miðið í próf­kjöri er að al­menn­ir kjós­end­ur velji á lista en ekki fram­bjóðend­urn­ir sjálf­ir. Þessi vinnu­brögð eru ekki ólög­leg en þau eru al­gjör­lega siðlaus og ódrengi­leg á versta máta,“ segir Árni í greininni sem lesa má hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024