Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árni Gísli í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Suðurnesjabæjar
Fimmtudagur 29. júní 2023 kl. 13:48

Árni Gísli í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Suðurnesjabæjar

Gengið hefur verið frá ráðningu í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs hjá sveitarfélaginu. Árni Gísli Árnason hefur verið ráðinn í starfið og mun hefja störf 1. september nk. 

Árni er með B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst auk þess að hafa lokið M.Sc. gráðu í viðskipta- og hagfræði frá Árósarháskóla í Danmörku. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá árinu 2021 hefur Árni sinnt starfi forstöðumanns vöktunar og upplýsingaþjónustu hjá Vegagerðinni sem er ný eining er hefur það hlutverk að sinna vöktun og upplýsingmiðlun vegna samgangna á vegakerfinu allan sólarhringinn allt árið. Einnig hefur einingin leitt þróun á stafrænni upplýsingagjöf umferðaupplýsinga á upplýsingavef Vegagerðarinnar. Árin 2014 - 2021 starfaði Árni sem deildarstjóri og forstöðumaður flugverndar, rekstrar- og þjónustusviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli.

Í störfum sínum hefur Árni öðlast yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á stjórnun, fjármálum, rekstri, áætlanagerð, stefnumótun og innkaupum auk góðrar þekkingar og reynslu af opinberri stjórnsýslu og þróun rafrænnar þjónustu.