Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árni á Teigi fékk jólabónus
Þriðjudagur 22. desember 2009 kl. 09:53

Árni á Teigi fékk jólabónus


Strákarnir á Árni á Teigi GK 1 duttu í lukkupottinn í gær þegar þeir fengu þessa 100 kg lúðu í netin. Óhætt er að segja að þessi risalúða hafi verið sannkallaður jólabónus í kreppunni því hún seldist á 1.080 kr. kg. og fór því á rúmlega eitt hundrað þúsund krónur.

Á myndinni er skipstjórinn Jón Berg Reynisson með lúðuna góðu.

www.grindavik.is greinir frá

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024