Arnar ráðinn til Isavia
Arnar Þór Másson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs og stefnumótunar hjá Isavia. Arnar Þór er með meistaragráðu í stjórnmálafræði frá London School of Economics and Political Science (LSE). Hann starfaði á árunum 2016-2019 í stjórn European Bank for Reconstruction and Development í London og á árunum 2010-2016 var hann skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu. Hann situr einnig í stjórn Marel og er varaformaður stjórnar.
Samhliða ráðningu Arnars verða áherslubreytingar innan Isavia. Vinna við stefnumótun og ábyrgð á innleiðingu stefnu verður færð inn á mannauðssvið, sem mun hér eftir bera heitið mannauður og stefnumótun. Með þessu er lögð meiri áhersla en áður á að styðja við stjórnendur og starfsmenn til að ná þeim markmiðum sem Isavia setur hverju sinni.