Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Arnar Dór samningsbundinn Idol þar til í mars
Föstudagur 21. nóvember 2003 kl. 13:44

Arnar Dór samningsbundinn Idol þar til í mars

Arnar Dór Hannesson fyrrverandi Idol keppandi söng  lagið Wonder of you  á söngkeppni  Fjölbrautaskóla Suðurnesja í gær. Arnar Dór hefur tekið lagið upp í hljóðveri,  en lagið má ekki spila á útvarpsstöðvum fyrr en í mars á næsta ári þar sem Arnar  Dór er samningsbundinn Idol keppninni þar til 5. mars. Þór Freysson framleiðandi  Idol þáttanna sagði í samtali við Víkurfréttir að allir keppendur sem tóku þátt  í 32 manna úrslitunum séu samningsbundnir þar til í mars. „Þetta er gert til að  þeir keppendur sem detta út séu ekki að trufla aðalkeppnina. Keppendurnir mega  ekki koma fram í fjölmiðlum og ræða Idol keppnina eða notfæra sér þátttökuna í Idol stjörnuleit án leyfis Stöðvar 2, en að sjálfsögðu mega þeir  gera það sem þeir vilja eftir að samningurinn rennur út. Þetta eru sömu reglur og tíðkast alls staðar í heiminum þar sem keppnin er háð.“

Arnar  Dór vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Víkurfréttir sökum samningsins við  Idol.

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Arnar Dór flutti lagið Wonder of you á söngkeppni FS í Stapa í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024