Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ármann nýr sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar
Fimmtudagur 13. júní 2013 kl. 12:04

Ármann nýr sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar

Bæjarráð Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að ráða Ármann Halldórsson í starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs úr hópi 21 umsækjanda.  Ármann er 32 ára byggingatæknifræðingur og býr yfir góðri reynslu af verkefnum á sviði skipulags- og umhverfismála frá störfum sínum sem skipulags- og byggingafulltrúi í Vesturbyggð og á Tálknafirði. 

Hann hefur stýrt stórum sem smáum breytingum á aðal- og deiliskipulagi, leitt stefnumótunarverkefnum á sviði umhverfismála og hefur reynslu af gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana fyrir sveitarfélag. Reynsla hans og þekking á stjórnsýslu og málefnum sveitarfélaga er talsverð. Ármann hefur auk þess starfsreynslu sem slökkviliðsmaður og sérfræðingur hjá Siglingastofnun, sem veitir honum innsýn í verkefni sem snúa að ábyrgðarsviði sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ármann hefur störf með haustinu og tekur við af Ingvari Þór Gunnlaugssyni sem heldur til nýrra starfa í Noregi.

www.grindavik.is