Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árlegur Fánadagur Þróttar í Vogum.
Bæjarfulltrúar ásamt bæjarstjóra, frá vinstri: Andri Rúnar Sigurðsson. Birgir Örn ólafsson forseti bæjarstjórnar, Eðvarð Atli Bjarnason. Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri og Kristinn Björgvinsson.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 31. júlí 2023 kl. 10:28

Árlegur Fánadagur Þróttar í Vogum.

Þróttarar héldu sinn árlega Fánadag um helgina samhliða leik liðsins gegn Sinda frá Hornafirði í 2. deild Íslandsmótsins.

Marteinn Ægisson er framkvæmdastjóri Þróttar og skýrði út hvað felst í Fánadeginum. „Fánadagurinn snýst um að félagsmenn Þróttar og bæjarbúar, klæðast lit félagsins, mæta á völlinn og eigi skemmtilegan dag saman. Frítt er á völlinn á Fánadegi og hamborgarar og gos í boði Vogaídýfu, Benchmark, Kjörís og Esju Gæðafæði. Bæjarfulltrúar standa alltaf vaktina á grillinu ásamt bæjarstjóra. Finnst fólki það einstaklega skemmtilegt, enda erum við öll Þróttur þvert á flokka. Þetta tókst mjög vel núna, góð mæting og ekki skemmdi fyrir að úrslitin voru okkur í hag, 4:0 sannfærandi sigur og við í bullandi baráttu um að komast upp í Lengjudeildina,“ sagði Marteinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024