Árlegur Fánadagur Þróttar í Vogum.
Þróttarar héldu sinn árlega Fánadag um helgina samhliða leik liðsins gegn Sinda frá Hornafirði í 2. deild Íslandsmótsins.
Marteinn Ægisson er framkvæmdastjóri Þróttar og skýrði út hvað felst í Fánadeginum. „Fánadagurinn snýst um að félagsmenn Þróttar og bæjarbúar, klæðast lit félagsins, mæta á völlinn og eigi skemmtilegan dag saman. Frítt er á völlinn á Fánadegi og hamborgarar og gos í boði Vogaídýfu, Benchmark, Kjörís og Esju Gæðafæði. Bæjarfulltrúar standa alltaf vaktina á grillinu ásamt bæjarstjóra. Finnst fólki það einstaklega skemmtilegt, enda erum við öll Þróttur þvert á flokka. Þetta tókst mjög vel núna, góð mæting og ekki skemmdi fyrir að úrslitin voru okkur í hag, 4:0 sannfærandi sigur og við í bullandi baráttu um að komast upp í Lengjudeildina,“ sagði Marteinn.