Árlegir íbúafundir bæjarstjóra hefjast í kvöld
	Árlegir íbúafundir Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ hefjast í dag, mánudagsinn 29. apríl. Fundirnir eru haldnir með bæjarstjóra og framkvæmdastjórum í Reykjanesbæ. Fyrsti fundurinn er í Akurskóla í Innri Njarðvík í kvöld og hefst kl. 20:00.
	
	Á fundunum verður m.a fjallað um helstu verkefni framundan á þessu ári. Atvinnuverkefni og launakjör íbúa, breytingar í umhverfi, skrúðgarðar, strætó, íþróttir, félagsþjónusta, skólar og fræðsla, hjúkrunarheimli, Stapi og Hljómahöll, ofl. ofl.
	
	Fundartímar eru sem hér segir:
	
	Íbúar í Innri-Njarðvík, mánudaginn 29. apríl kl. 20:00 í Akurskóla
	
	Íbúar í Njarðvík, þriðjudaginn 30. apríl kl. 20:00 í Njarðvíkurskóla
	
	Íbúar í Höfnum, mánudaginn 6. maí kl. 20:00 í safnaðarheimilinu í Höfnum
	
	Íbúar í Keflavík, sunnan Aðalgötu, þriðjudaginn 7. maí kl. 20:00 í Holtaskóla
	
	Íbúar í Keflavík, norðan Aðalgötu, miðvikudaginn 8. maí kl. 20:00 í Heiðarskóla
	
	Íbúar að Ásbrú, mánudaginn 13.maí kl. 20:00 í Háaleitisskóla
	 

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				