Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Árlegir hreinsunardagar standa nú yfir í Grindavík
Fimmtudagur 26. maí 2005 kl. 10:42

Árlegir hreinsunardagar standa nú yfir í Grindavík

Dagana 27.- 29. maí stendur Grindavíkurbær fyrir hreinsunarátaki í bænum. Bæjarbúum er gefinn kostur á að setja brennanlegan úrgang og járn við gangstétt og munu starfsmenn bæjarins sjá um að fjarlægja hann mánudaginn 30. maí.
 
Ekki verður tekið á móti jarðefnum á ofangreindan hátt. Bæjarbúum er bent á að förgun á jarðefnum er nú heimil í grjótnámu fyrir vestan bæinn, nánar tiltekið við veginn áleiðis út að golfvelli. Vinsamlega losið jarðefni úr plastpokum og setjið plastpoka í gáminn sem er á staðnum.
 
Þá var ákveðið að efna til hreinsunarátaks í Grindavík dagana 23. til 27. maí þar sem Grindavíkurbær mun hafa forgöngu um að fjarlægja rusl af lóðum bæjarins og hvetur fyrirtæki og einstaklinga til að taka höndum saman um að gera bæinn snyrtilegri og fallegri.

Komið verður upp söfnunarstöð við Moldarlág til að safna saman brotajárni en öðru rusli verða fyrirtæki að losa sig við í samráði við gámafyrirtæki. Vinsamlega verið í sambandi við starfsmenn í áhaldahúsi varðandi aðkomu með járnarusl í Moldarlág.
 
Fyrirtæki eru eindregið hvött til að nýta sér söfnunarstöðina í Moldarlág fyrir brotajárn og taka til á lóðum sínum og nota tækifærið núna til að losna við að aka með allt járnarusl langa leið til förgunar með tilheyrandi kostnaði. Þau fyrirtæki sem eiga hjalla í landi Grindavíkur eru hvött til að taka niður og farga ónýtum hjöllum.
 
Vonandi taka allir höndum saman til að gera Grindavík, ekki bara góðan bæ, heldur líka þrifalegan og fallegan bæ.

Kemur þetta fram á vef Grindavíkurbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024