Árleg vorhreinsun Reykjanesbæjar
Árleg vorhreinsun Reykjanesbæjar hefst mánudaginn 14. maí og stendur til 18. maí. Íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til þess að nýta þessa daga til þess að hreins garðana sína ásamt því að snyrta tré og runna sem vaxa við gangstéttar og göngustíga. Ef íbúar óska eftir aðstoð við að fjarægja það sem tilfellur á þessum dögum, þá er hægt að hafa samband við Umhverfismiðstöð í síma 420-3200.