Sunnudagur 30. nóvember 2014 kl. 20:10
Áríðandi tilkynning frá lögreglunni á Suðurnesjum
Fólk beðið um að „teipa“ rúður innan frá.
Aðgerðastjórn björgunarsveita á Suðurnesjum beinir þeim tilmælum til fólks að „teipa“ rúður að innan vegna hættu á að þær brotni. Mikið álag er á björgunarsveitum í augnablikinu og því er fólk beðið um að fara að þessum fyrirmælum. Fólk er beðið um að deila þessum skilaboðum.