Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Áríðandi tilkynning frá lögreglu varðandi lokanir á Reykjanesbraut í dag.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 4. september 2019 kl. 08:54

Áríðandi tilkynning frá lögreglu varðandi lokanir á Reykjanesbraut í dag.

Vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna og fylgdarliðs hans í dag, miðvikudaginn 4. september, verður lokað fyrir alla umferð á inn á Reykjanesbrautina í austurátt við komu fylgdarinnar og svo öfugt við brottför fylgdar, eða í vesturátt.

Ekki er vitað um nákvæma tímasetningu en lokað verður um það bil 5 mínútum áður en fylgdin fer á brautina og mun lokunin standa yfir í 5 mínútur eftir að fylgdin verður komin á brautina. Ekki er talið að lokunin muni standa yfir í langan tíma.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Sami háttur verður hafður á við brottför fylgdarinnar. Jafnframt má búast við tímabundnum umferðartöfum annars staðar á svæðinu af sömu ástæðu.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi.