Ari Trausti segir vatnsból ekki í hættu - flutti fróðlegt erindi um jarðvána
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður og jarðvísindamaður segir vatnsból vatnsból Suðurnesjamanna á Reykjanesi ekki í hættu og segir að m.a. Í ljósi atburða að undanförnu sé ekki hyggilegt að byggja nýjan innlands- og millilandaflugvöll í Hvassahrauni. Ari Trausti lýsti þróun jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesi í mjög áhugaverðu erindi, svaraði spurningum um hversu gosið gæti staðið lengi, hvert hraunrennsli myndi stefna og margt, margt fleira.
Ari Trausti svaraði spurningum Víkurfrétta í viðtali sem sýnt verður í Suðurnesjamagasíni á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld.
Erindi Ara Trausta var streymt beint á Fésbókarsíðu Víkurfrétta og fylgdust margir með. Hér að neðan er erindið sem flutt var á Marriott hótelinu í Reykjanesbæ.