Ari Trausti leiðir VG í Suðurkjördæmi - Dagný Alda í 4. sæti
Tillaga uppstillinganefndar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi vegna Alþingiskosninga þann 29. október 2016 var samþykkt á félagsfundi í Selinu á Selfossi í dag. Dagný Alda Steinsdóttir er efst Suðurnesjamanna á listanum sem er svona skipaður:
1. Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, Reykjavík.
2. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarfulltrúi, Skaftárhreppi.
3. Daníel E. Arnarsson, háskólanemi, Hafnarfjörður.
4. Dagný Alda Steinsdóttir, innanhúsarkitekt, Reykjanesbæ.
5. Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, Vestmannaeyjar.
6. Þorvaldur Örn Árnason, eftirlaunamaður, Reykjanesbæ.
7. Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, nemi, Höfn í Hornafirði.
8. Gunnar Þórðarson, tónskáld, Reykjavík.
9. Hildur Ágústsdóttir, kennari, Rangárþing eystra.
10. Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður, Reykjanesbæ.