Árekstur við Vogastapa
Harður árekstur var við Vogastapa snemma í morgun en blessunarlega urðu engin slys á fólki. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman og þurfti að fjarlægja þær með dráttarbifreið.
Tveir ökumenn voru teknir fyrir hraðasktur á Reykanesbraut í nótt, annar á 126 og hinn á 121 km hraða. Báðir voru mældir þar sem hámarkshraði er 90 km. Þá hafði lögregla hendur í hári ökumanns sem ekki var búinn að taka bílpróf og öðrum sem var með útrunnið ökuskírteini.