Föstudagur 26. maí 2006 kl. 21:03
Árekstur við Grindavíkurveg
Fyrir hádegi í dag varð áresktur á Reykjanesbraut á móts við Grindavíkurveg. Báðum bifreiðunum var ekið austur Reykjanesbraut og var um aftánkeyrslu að ræða en fremri bifreiðin hafði hægt á sér til að snúa við. Engin meiðsl urðu á fólki en fjarlægja þurfti báðar bifreiðarnar með dráttarbifreið.