Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Árekstur við Grindavíkurafleggjara
Fimmtudagur 7. september 2006 kl. 09:46

Árekstur við Grindavíkurafleggjara

All harður árekstur varð við Grindavíkurveg laust fyrir hádegi í gær. Ökumaður bifreiðar hugðst beygja inn á afleggjarann þegar svo óheppilega vildi til að annar bill kom aðvífandi og ók aftan á kyrrstæðan bílinn. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki við þetta óhapp en bílarnir voru talsvert skemmdir og þurfti að fjarlæga þá af vettvangi með dráttarbifreið.
Rétt er að taka fram að ökumenn þurfa að sýna sérstaka varkárni við gatnamót Grindavíkurafleggjara þar sem nú standa fyrir framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024