Árekstur við Akurskóla – Tvö umferðarslys á Suðurnesjum fyrir hádegi
Árekstur varð í beygju við Akurskóla í Innri-Njarðvík þegar tveir bílar lentu saman núna rétt fyrir hádegið. Lögregla og slökkvilið voru kölluð til ásamt sjúkrabílum sem fluttu ökumennina á sjúkrahús til skoðunar en engin teljandi meiðsli urðu á fólki.
Annar bíllinn kom of innarlega í beygjuna og ók yfir á öfugan vegarhelming en lögregla sagði það hafa verið orsök slysins. Þetta er annað umferðarslysið á Suðurnesjum fyrir hádegi í dag svo vitað sé til.
VF-Myndir: Siggi Jóns - [email protected]